Unglingagospelkór Lindakirkju
Skemmtilegur og hæfileikaríkur hópur skipar Unglingagospelkór Lindakirkju. Góður andi ríkir í hópnum, sem og metnaður til að gera vel. Góð mæting er skylda, enda er vinna lykillinn að framförum og því að ná árangri sem hópur. Fjölmörg verkefni voru á dagskrá hjá kórnum en hann kemur m.a. fram á nokkrum tónleikum í Lindakirkju yfir veturinn, tekur þátt í aðventukvöldi, hefur sungið síðustu ár á tónleikum með Regínu Ósk og syngur jólin inn í fjölskyldustund í Lindakirkju á aðfangadag. Kórinn hefur sungið í Eldborg í Hörpu og sungið í útvarpsmessu. Tónleikaguðsþjónustur eru ár hvert þar sem kórinn syngur heila tónleika dagskrá en það er m.a. partur af vetrarstarfi kórsins.
Unglingagospelkór Lindakirkju var stofnaður haustið 2012 og er enn ein viðbótin við líflegt tónlistarstarf kirkjunnar. Kórinn er skipaður unglingum frá 7.-10. bekk en margar halda áfram upp að 18. aldurs ári en þá eiga kórfélagar möguleika á að komast í Kór Lindakirkju. Tónlistarstefna kórsins er létt og skemmtileg og sungið er í röddum. Æfingar eru á miðvikudögum frá kl. 16:30 til 17:45. Skráning í kórinn er undir Skráning hér á síðunni.
Starfsmenn í unglingagospelkórnum
Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Djákni / Kórstjóri barna- og unglingagospelkóra
aslaughh@gmail.com
Hjördís Anna Matthíasdóttir
Aðstoðarkórstjóri barna- og unglingagospelkóra / Glærustjórn
Óskar Einarsson
Tónlistarstjóri
oskar1967@mmedia.is
S. 899-8946