Félagsskapurinn Vinavoðir í Lindakirkju hóf göngu sína vorið 2014.
Vinavoðir byggja á hugsjón Prayer Shawl Ministries í Bandaríkjunum þar sem fjöldi handavinnuhópa hefur verið stofnaður til að prjóna og hekla sérstök bænasjöl.
Bænasjölin hafa verið gefin áfram sem vinarvottur og hlýjar blessunaróskir til sjúklinga og annarra sem eru staddir á krossgötum í lífi sínu.
Hugsjónin hefur breiðst út víða um heim og orðið mörgum til blessunar, bæði þeim sem gefa og þiggja.
Vinavoðir hittast í Lindakirkju á mánudögum kl. 11:00-13:00
Þú ert velkomin/nn í hópinn.
Mörg dæmi eru til um þakklátt fólk sem hefur þegið sjal og síðar sjálft prjónað sjöl fyrir aðra sem þurfa þeirra með. Þannig berst blessunin áfram lykkju fyrir lykkju, mann fram af manni.