Foreldramorgnar eru alla þriðjudaga í Lindakirkju kl. 10-12.
Morgnarnir eru opið hús fyrir foreldra ungra barna. Þar gefst tækifæri til að spjalla saman í notalegu umhverfi. Af og til er boðið upp á stuttar fræðslustundir og/eða kynningar á vönduðum vörum fyrir börn. Prestarnir mæta gjarnan í stutta stund til skrafs og stundum söngs með börnunum. Boðið er uppá kaffi, brauð og létt meðlæti þátttakendum að kostnaðarlausu. Umsjón með foreldramorgnum hefur Regína Ósk Óskarsdóttir
Það er alltaf mjög gaman hjá okkur á foreldramorgnum og góður andi í hópnum. Sameiginlega áhugamálið – barnið tengir okkur saman enda gott að setjast niður og spjalla við aðra sem eru á sama stað í lífinu og skiptast á ráðleggingum. Allir foreldrar eru velkomnir og börnin eru frá því að vera örfárra vikna upp að leikskóla aldri. Ekki láta hugsunina um að þú „þekkir ekki neinn“ stoppa þig, yfirleitt eru alltaf ný andlit á morgnunum og gaman þegar bætist í hópinn okkar. Vertu með! 🙂
Umsjón með foreldramorgnum
Regína Ósk Óskarsdóttir
Umsjón með foreldramorgnum og sunnudagaskóla