Styrktarsjóðir Lindakirkju

Frá upphafi safnaðarins hafa margar góðar gjafir borist frá velunnurum en hér eru sjóðir sem hægt er að styrkja.

Skýringar á sjóðum

Minningarsjóður

Það er gefið í þennan sjóði í minnigu látinna. Hann er nýttur til að kaupa inneignarkort sem svo eru gefin áfram til þeirra sem leita til kirkjunnar í fjárhagsvandræðum.

Altaristöflusjóður

Í Lindakirkju er ekki gert ráð fyrir hefðbundinni altaristöflu heldur verður altaristaflan rafræn og hægt að skipta um listaverk sem prýðir kirkjuna.

Hljóðfærasjóður

Sjóðurinn er nýttur til kaupa á hljóðfærum í starf kirkjunnar.

Kirkjuklukknasjóður

Á teikningum er gert ráð fyrir kirkjuklukkum í turni Lindakirkju. Í þennan sjóð er safnað fyrir kirkjuklukkum.

Líknarsjóður

Líknarsjóður Lindakirkju er eingöngu til kominn af frjálsum framlögum einstaklinga og félagasamtaka sem láta sig varða náunga sinn og velferð hans. Líknarsjóðurinn hefur stutt fjölskyldur og einstaklinga í fjárhagserfiðleikum. Meðal annars vegna erfiðleika með greiðslu fyrir tómstundaiðkun barna, sálfræði-, lyfja- lækniskostnaðar og kaupa á nauðsynjum með kaupum á inneignarkortum.

Framkvæmdasjóður

Þessi sjóður er hugsaður fyrir almennar framkvæmdir í kirkjunni. Enda kirkjan ekki enn fullbyggð og verkefnin eru næg.

Barna- og unglingastarf

Þessi sjóður er hugsaður fyrir barna- og unglingastarfið s.s. tæki, búnað og húsgögn fyrir starfið.

Lyftusjóður

Til þess að bæta aðgengi að kjallar kirkjunnar og að 2. hæð (þar sem svalirnar eru ) er nauðsynlegt að koma fyrir lyftu. Hún mun ná alla leið upp í turn og þannig gefa öllum tækifæri til þess að njóta dásamlegs útsýnis úr kirkjunni auk þess að tryggja öllum jafnan aðgang að rými æskulýðsstarfsins í kjallaranum. Einnig verður gengið frá stigagangi frá kjallara og upp í turn.

Tækjasjóður

Í þennan sjóð er sérstaklega safnað fyrir tækjabúnaði í starf kirkjunnar. Það er t.d. tæki fyrir streymi, glærur og lýsingu í kirkjusal. Einnig fyrir myndavélabúnaði í kirkjuna.