Fjölgreinastarf Lindakirkju
Er frekar óhefðbundið unglingastarf. Við höfum brallað ýmislegt skemmtilegt saman. Til dæmis að smíða trefjaplastbát, rafsjóða rakettuskotpalla og farið í tvær utanlandsferðir. Hvað langar þig að gera með okkur í vetur? Við ætlum hlusta á hvað þig langar að gera.
Ef þú ert aldrinum 12-15 ára og ert spennt(ur) fyrir að gera eitthvað nýtt og spennandi þá viljum við bjóða þér að vera með.
Við hittumst á miðvikudögum kl. 16.00 í Lindakirkju.
Þeir sem vilja vita eitthvað meira um þetta geta haft samband við Lindakirkju í síma 544 4477 eða að senda tölvupóst á netfangið lindakirkja@lindakirkja.is
Komdu og vertu með.
Starfsmenn í fjölgreinastarfinu
Arnar Ragnarsson
Umsjón með fjölgreinastarfi
Ingi Kristmanns
Umsjón með fjölgreinastarfi
Jóhann Pétur Herbertsson
Umsjón með fjölgreinastarfi
Þór Bínó Friðriksson
Umsjón með fjölgreinastarfi