Nú eru aðeins tveir dagar þar til Kór Lindakirkju keppir til úrslita í kórakeppninni Kórar Íslands. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 næstkomandi sunnudagskvöld, 12. nóvember, og hefst útsendingin kl. 19:10. Það er til mikils að vinna, en verðlaunin eru gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 4 milljónir króna.
Úrslitin ráðast eingöngu með símakosningu að þessu sinni og því skiptir hvert atkvæði máli. Hingað til hefur landsbyggðin verið duglegust allra að taka þátt í símakosningunni, en nú vonumst við eftir góðum stuðningi frá þeim sem búa í Lindasókn og öðrum velunnurum. Númer kórsins í úrslitunum er 900-9005 og verður bæði hægt að hringja í númerið og senda sms. Ekki þarf að vera með áskrift að Stöð 2 til að geta kosið.
Hægt er að fylgjast með ævintýrum kórsins á Snapchat, undir notandanafninu korlindakirkju. Kórfélagar skiptast á að vera á kórsnappinu og sýna t.d. frá því sem er að gerast baksviðs í keppninni. Einnig er hægt að fylgjast með því sem er að gerast hjá kórnum því að smella hér, á síðu kórsins á Facebook.