Það er þó nokkuð um það að fólk sem telur sig vera í Þjóðkirkjunni sé það ekki.
T.d. dettur fólk út þegar það flytur til útlanda og er ekki skráð aftur inn þegar það flytur heim.
Börn eru ekki skráð í kirkjuna þó að þau séu skírð nema báðir foreldrar séu skráðir.
Sóknargjöldin fara í safnaðarstarf kirkjunnar eins og þjónustu við eldri borgara og börnin okkar.
Hvetjum alla til að skoða sína skráningu, hvort hún sé rétt!