24. desember – aðfangadagur jóla
16:00 Jólastund fjölskyldunnar
Bæði Barna- og Unglingagospelkór Lindakirkju syngja. Fluttur verður söngleikurinn Gott ráð, Engilráð og margt fleira.
18:00 Aftansöngur – Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar, Rolf Gaedeke og Ulla Nachtnebel leika á básúnu og hörpu. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
23:30 Miðnæturmessa – Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar.
25. desember – jóladagur – Við bendum á helgihald í öðrum kirkjum Kópavogs. Í stað guðsþjónustu verður birt myndband með stuttri hugvekju og völdum jólasálmum og lögum á heimasíðunni kirkjunnar.
26. desember – annar í jólum
14:00 Sveitamessa – Jólasálmar með alþýðlegum blæ. Kór Lindakirkju syngur. Óskar Einarsson stjórnar bæði kór og hljómsveit. Sérstakur gestur er tónlistarmaðurinn Grétar Lárus Matthíasson. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
31. desember – gamlársdagur
17:00 Hátíðarguðsþjónusta – Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Gréta Salóme syngur og leikur á fiðlu.
Sr. Guðni Már Harðarson þjónar.