Nú í haust eru liðin 20 ár síðan safnaðarstarf í Lindasókn hóf göngu sína. Við notum það tilefni til að safna fyrir lyftu í turn kirkjunnar. Úr turninum er stórkostlegt útsýni yfir allt höfuðborgarsvæðið, sem allt of fá hafa fengið að njóta hingað til en breyting yrði á með tilkomu lyftunnar. Síðastliðið vor var einnig sköpuð frábær aðstaða fyrir barna- og unglingastarfið í kjallara kirkjunnar sem lyftan myndi tryggja öllum aðgang að. Í tilefni af söfnuninni verða magnaðir tónleikar undir heitinu Lyftum okkur upp í hádeginu fimmtudaginn 20. október kl. 12:00. Listamenn gefa vinnu sína en þeir eru Gissur Páll Gissurarson, Regína Ósk Óskarsdóttir, Páll Rósinkrans, Sigríður Guðnadóttir, Þór Breiðfjörð, Diljá Pétursdóttir og síðast en ekki síst tónlistarstjóri Lindakirkju Óskar Einarsson. Miðaverð er aðeins 3.900 kr. en einnig er tekið við frjálsum framlögum. Kaupið miða hér.