Sunnudagaskóli hefst kl. 11:00. Síðasta sunnudag var mikill handagangur í öskjunni enda nánast húsfyllir. Við bjóðum einnig upp á sérstakan sunnudagaskóla fyrir 6 ára og eldri. Í sunnudagaskólanum syngjum við, biðjum, heyrum biblíusögu og að sjálfsögðu koma Rebbi, Hafdís og Klemmi og fleiri góðir gestir.
Um kvöldið kl. 20 er messa í Lindakirkju. Loksins fáum við aftur að ganga til altaris í fyrsta sinn eftir að Kórónaveiran kom hér til lands. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Rolf Gaedeke leikur á básúnu. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.