Tónleikar – Ókeypis aðgangur
Íslensk þjóðlög
Systurnar Ingibjörg og Herdís Linnet flytja íslensk þjóðlög í nýjum búningi og gömlum.Þessi undurfögru þjóðlög lýsa hörku og eymd, en á sama tíma fegurð náttúrunnar og mennskunnar. Þær stunda báðar tónlistarnám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi, Ingibjörg á trompet og Herdís á píanó. Í sumar starfa þær hjá Skapandi sumarstörfum á vegum Kópavogsbæjar.