Svokallaðar súpusamverur fyrir eldri borgara hafa verið haldnar í Lindakirkju einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Í vetur hefur þó oftar verið boðið upp á annað og meira en súpu, og hefur veitingamaðurinn Lárus Loftsson annast veitingarnar, sem ekki hafa verið af lakara taginu og á hann hrós skilið fyrir þær. Fimmtudaginn 12. maí lýkur samverum þessa vetrar á því að farið í óvissuferð. Lagt verður af stað frá Lindakirkju kl. 11 og komið aftur heim um kl. 16. Gjald er 4000 kr. Vinsamlega skráið ykkur fyrir miðvikudaginn 11. maí í síma 544 4477 eða í lindakirkja@lindakirkja.is. Rétt er að taka fram að þar sem enginn posi er í Lindakirkju þurfa ferðalangar að hafa greiðsluna með sér í peningum
.