Miðvikudagskvöldin 20. og 27. október kl. 20:00-21:00 verður boðið upp á Biblíu- lestra í Lindakirkju. Jónasarbók úr gamla testamentinu verður lesin. Þessir lestrar voru á dagskrá fyrir tveimur árum og verða endurteknir nú.
Jónasarbók er stórbrotin, skemmtileg aflestrar og full af hyldjúpri visku og húmor. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknar- prestur Lindakirkju, flytur inngang og leiðir umræður.
Allir eru hjartanlega velkomnir.