Við vorum að fá í hendurnar, vegna sérstaka aðstæðna, nokkra miða saman á besta stað, framarlega vinstra meginn í kirkjunni, á kvöldtónleika Jóla-Bublé núna á laugardagskvöldið 30. nóv kl. 20:00. Miðarnir eru til sölu hjá kirkjuverði á skrifstofu Lindakirkju á dagvinnutíma og kosta 4.990 krónur stykkið.
JÓLA BUBLÉ 2019
Flestir þekkja Michael Bublé, kanadíska söngvarann geðþekka. Jólaplata hans, Christmas, er í uppáhaldi hjá mörgum enda hefur hún selst í milljónum eintaka um allan heim.
Aðalsöngvarar á Jóla Bublé
Arnar Dór söng sig inn í hjörtu landsmanna í Voice þáttunum og hefur síðan staðið fyrir ýmsum vinsælum söngviðburðum, meðal annars Jóla Bublé 2018.
Leikarinn Gói (Guðjón Davíð Karlsson) er Íslendingum að góðu kunnur, en hér sýnir hann á sér lítt þekkta hlið. Auk þess að vera fjölhæfur leikari og uppistandari er Gói frábær söngvari.
Ari Ólafs flutti framlag Íslands í Evrópusöngvakeppninni árið 2018. Hann vakti mikla athygli á lokakvöldi Eurovision hér heima á þessu ári þegar hann söng í sjónvarpsútsendingunni með þeim Bergþóri Pálssyni og Gissuri Páli Gissurarsyni. Ari hefur undanfarið lagt stund á söngnám í London og hefur aldrei verið betri.
Á JÓLA BUBLÉ tónleikunum verða flutt falleg jólalög í útsetningum og anda
Michael Bublé. Þar ríkir gleði og léttleiki og uppistand að hætti Góa, Ara og Arnars Dórs.
Hljómsveitina skipa
Óskar Einarsson – hljómborð, Páll E. Pálsson – bassi, Rafn Hlíðkvist Björgvinsson – píanó, Pétur Erlendsson – gítar, Jón Borgar Loftsson – trommur, Kjartan Hákonarson – trompet, Óskar Guðjónsson – saxófónn, Samúel Jón Samúelsson – básúna.
Söngur og raddir
Alma Rut, Ragna Björg Ársælsdóttir og Rakel Pálsdóttir.
Verð: 4.990 kr.
Af hverjum seldum miða renna 1.000 kr. til Hjálparstarfs kirkjunnar