Kl. 11:00 Sunnudagaskóli og 6-9 ára starf á sama tíma.
Kl.20.00 í Lindakirkju minnumst við þeirra sem kvatt hafa þennan heim og voru okkur kær.
Flutt verða ljóð, sálmar og tónlist sem hafa reynst fólki huggun á erfiðum tímum. Sýnd verða listaverk og myndir sem miðla von og geta hjálpað í sorgarúrvinnslu. Hægt verður að kveikja á kertum í minningu ástvina. Séra Guðni Már Harðarson flytur hugvekju og les ritningarorð. Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar leiðir tónlistina og einsöngvarar úr röðum kórfélaga stíga fram og syngja lög sem hæfa tilefninu. Þá mun kórinn formlega afhenda framlag sem safnaðist á styrktartónleikum í verkefnið ,,Ég á bara eitt líf“ -Minningarsjóð Einars Darra.
Kaffi og konfekt á eftir stundina.