9. bekkjarferð í Vatnaskóg
Nú um helgina, 25.-27. október, verður farið í sérstaka ferð fyrir 9. bekkinga í Vatnaskóg.
Lagt verður af stað klukkan 17:30 föstudaginn 25. október frá Lindakirkju og komið tilbaka kl 11:30 í Lindakirkju á sunnudeginum 27. október.
Í ferðinni verður mikið lagt uppúr hópefli ásamt miklum frjálsum tíma með skemmtilegum dagskrártilboðum. Starfsfólk í ferðinni er:
Gunnar Hrafn Sveinsson,Hreinn Pálsson, Tinna Dögg Birgisdóttir, Valborg Rut Geirsdóttir, Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson og Sr. Guðni Már Harðarson
Í ferðina þarf að hafa meðferðis:
Sæng eða svefnpoka, lak og kodda.
Föt til skiptanna
Íþróttaföt
Hlý föt æskileg
Sundföt og handklæði
Hreinlætisvörur
Nammi, gos og snakk leyfilegt.
Orkudrykkir stranglega bannaðir og verða teknir af þátttakendum.
Símar og önnur tæki á ábyrgð þátttakenda, ekki WiFi í boði.
Skráning í ferðina fer fram í tenglinum hér að neðan og lýkur fimmtudaginn 24. október kl. 18:00
https://skraning.lindakirkja.is/Event.aspx?id=10