Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað klukkan ellefu um morguninn. Að þessu sinni ætlum við að fræðast um hversu mikilvægt það er að ganga vel um jörðina okkar, sköpun Guðs. Að sjálfsögðu syngjum við sunnudagaskólasöngvana okkar, heyrum biblíusögu og margt margt fleira.
Um kvöldið klukkan átta er guðsþjónusta. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar og mun hann prédika út frá sögunni um Abraham, Söru og gestina þrjá úr Fyrstu Mósebók.