23. desember – Þorláksmessa – Fjórði sunnudagur í aðventu
11:00 Sunnudagaskólinn í jólaskapi.
24. desember – Aðfangadagur
16:00 Jólastund fjölskyldunnar.
Barnakór Lindakirkju og Unglingagospelkór Lindakirkju syngja undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur.
Píanóleikur: Matthías Baldursson. Helgileikur, jólasagan og fleira.
18:00 Aftansöngur.
Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar.
Steinar Matthías Kristinsson leikur á trompet. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
23:30 Miðnæturmessa.
Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar.
Steinar Matthías Kristinsson leikur á trompet. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar.
25. desember – Jóladagur
11:00 Hátíðarguðsþjónusta.
Söngkonurnar Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Erla Björg Káradóttir sópran og Jóhanna Héðinsdóttir mezzósópran syngja.
Antonía Hevesí leikur á flyglinn. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.
26. desember – Annar í jólum
11:00 Sveitamessa – athugið breyttan messutíma.
Jólasálmarnir með alþýðlegum blæ. Kór Lindakirkju syngur. Óskar Einarsson stjórnar bæði kór og hljómsveit.
Sérstakur gestur er Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
30. desember – Sunnudagur
11:00 Jólaball sunnudagaskólans.
Óvæntir gestir kíkja í heimsókn.
31. desember – Gamlársdagur
17:00 Hátíðarguðsþjónusta.
Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sérstakur gestur er söngkonan og fiðluleikarinn Gréta Salóme.
Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.