Pabbamorgnar eru á laugardögum frá kl. 10:00 -12:00. Umsjónarmaður þeirra er Ólafur Kári Júlíusson. Hugmyndin með pabbamorgnunum er að gefa feðrum tækifæri til að koma saman með börnin sín og gera eitthvað uppbyggilegt með þeim eða spjalla um daginn og veginn við aðra pabba meðan börnin leika sér.
Heitt er á könnunni og boðið uppá brauðmeti og ávaxtasafa fyrir 150 krónur.
Dagskrá pabbamorgna fram á vor
3. mars Kókoskúlugerð
10. mars Sund í Salalaug hittumst kl. 10.00 í andyri laugarinnar.
17. mars Flatbökugerð
24. mars Húsdýragarðurinn
31. mars -pabbamorgun fellur niður vegna ferminga
7. apríl -páskafrí
14. apríl – Leikja og spiladagur
21. apríl – Góðgerðadagur -tökum með okkur dót til að nota á pabbamorgnum og föt og annað slíkt sem við notum ekki lengur og gefum í gott málefni.
28. apríl -pylsur á grillinu!
5. maí – Ratleikur úti
12 .maí -við lærum að gera eftirrétt -daginn fyrir mæðradaginn
19. maí -Heiðmerkurferð -grill og gleði