Eins og venjulega er dagskrá Lindakirkju þéttskipuð í desember. Hér má finna upplýsingar um helgihald á aðventunni.
2. desember – fyrsti sunnudagur í aðventu
11:00 Sunnudagaskóli – Barnaleikrit
Brúðusnillingurinn Bernd Ogrodnik sýnir leiksýninguna Pönnukakan hennar Grýlu á vegum Brúðuheima. Sýning sem kemur ungum og öldnum í fallegt jólaskap.
14:00 Opnun ljósmyndasýningar
Ljósmyndarinn Haraldur Guðjónsson hefur myndað byggingarsögu og starf Lindakirkju frá upphafi og sýnir úrval bestu mynda sinna.
20:00 Guðsþjónusta
Rokkkór Íslands syngur undir stjórn Matthíasar Baldurssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
4. desember – þriðjudagur
20:00 Lofgjörðar- og fyrirbænastund
Ávextir andans leiða lofgjörðina. Kaffi og konfekt á eftir.
6. desember – fimmtudagur
12:00 Jólasamvera eldri borgara
Verð 2500 kr.
Hátíðarmálsverður. Óskar Einarsson spilar jólalög á flygilinn. Sérstakur jólagestur Ari Eldjárn.
Jólahappdrætti með veglegum vinningum, 500 kr. miðinn og rennur allur ágóði í uppbyggingu Lindakirkju.
9. desember – Annar sunnudagur í aðventu
11:00 Kirkjubrall í sunnudagaskólanum út um alla kirkju
Fjölbreytt föndur, söngur, ratleikur og piparkökumálun. Einstök fjölskylduupplifun sem endar með sameiginlegum hádegismat.
20:00 Kaffihúsamessa – Töfratónar
Helgi Hannesson á píanó, Steinar Kristinsson á trompet og söngkonan Kristín Birna Óðinsdóttir leiða ljúfa jólasálma og tónlist á meðan kirkjugestir sitja til borðs, syngja með og njóta, japlandi á smákökum, sötrandi súkkulaði. Skátarnir afhenda friðarlogann frá Betlehem og sr. Guðni Már Harðarson leiðir stundina.
11. desember – þriðjudagur
20:00 Lofgjörðar- og fyrirbænastund
Ávextir andans leiða lofgjörðina og sr. Guðni Már Harðarson flytur jólahugvekju. Kaffi og konfekt á eftir.
16. desember – Þriðji sunnudagur í aðventu
11:00 Sunnudagaskóli – Barnaleikrit
Stoppleikhópurinn sýnir leikritið Sigga og skessan í jólaskapi. Skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna.
20:00 Aðventuhátíð Lindakirkju
Kór Lindakirkju og einsöngvarar úr kórnum syngja fjölbreytt jólalög og sálma undir stjórn Óskars Einarssonar. Hljómsveitina skipa Páll Elvar Pálsson, Pétur Erlendsson og Brynjólfur Snorrason. Unglingagospelkór Lindakirkju og Barnakór Lindakirkju syngja undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur.
Miðaverð: 1.500 krónur og rennur öll innkoma óskipt til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Miðasala á www.midi.is.
23. desember – Þorláksmessa – Fjórði sunnudagur í aðventu
11:00 Sunnudagaskólinn í jólaskapi
24. desember – Aðfangadagur
16:00 Jólastund fjölskyldunnar.
Barnakór Lindakirkju og Unglingagospelkór Lindakirkju syngja undir stjórn Áslaugar Helgu Hálfdánardóttur. Píanóleikur: Matthías Baldursson. Helgileikur, jólasagan og fleira.
18:00 Aftansöngur.
Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Steinar Kristinsson leikur á trompet. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
23:30 Miðnæturmessa.
Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Steinar Kristinsson leikur á trompet. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar.
25. desember – Jóladagur
11:00 Hátíðarguðsþjónusta.
Söngkonurnar Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Erla Björg Káradóttir sópran og Jóhanna Héðinsdóttir mezzósópran syngja. Antonía Hevesí leikur á flyglinn. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.
26. desember – Annar í jólum
11:00 Sveitamessa – athugið breyttan messutíma.
Jólasálmarnir með alþýðlegum blæ. Kór Lindakirkju syngur. Óskar Einarsson stjórnar bæði kór og hljómsveit. Sérstakur gestur er Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
30. desember – sunnudagur
11:00 Jólaball sunnudagaskólans.
Óvæntir gestir kíkja í heimsókn.
31. desember – Gamlársdagur
17:00 Hátíðarguðsþjónusta.
Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sérstakur gestur er söngkonan og fiðluleikarinn Gréta Salóme. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.