Skoðið endilega þessa síðu hér. En þar er hægt að hlusta á trúarjátninguna lesna sem og faðir vor og sitthvað fleira.

 

TRÚARJÁTNINGIN
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn,
sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey,
píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs
og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju,
samfélag heilagra,fyrirgefningu syndanna,
upprisu mannsins og eilíft líf.

 

FAÐIR VOR
Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki. Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss frá illu, því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen.

 

DROTTINLEG BLESSUN
Drottinn blessi þig og varðveiti þig, 
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur, 
Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.
(4. Mósebók 6:24-26)

 

KRISTNIBOÐSSKIPUNIN/SKÍRNARSKIPUNIN
Jesús sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar.
(Matteus 28:18-20)

 

LITLA BIBLÍAN
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn einkason, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh.3.16)

 

TVÖFALDA KÆRLEIKSBOÐORÐIÐ
Jesús sagði: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. 38Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. 39Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. 40Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“ (Matt. 22:37-39).

GULLNA REGLAN
Jesús sagði: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gera”. (Matt. 7:12).

 

BOÐORÐIN TÍU
1. Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa.
2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.
3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.
4. Heiðra skaltu föður þinn og móður.
5. Þú skalt ekki morð fremja.
6. Þú skalt ekki drýgja hór.
7. Þú skalt ekki stela.
8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu né nokkuð það sem náungi þinn á.

SÁLMUR
Eigi stjörnum ofar
á ég þig að finna,
meðal bræðra minna
mín þú leitar, Guð.

Nær en blærinn, blómið,
barn á mínum armi,
ást í eigin barmi,
ertu hjá mér, Guð.

Hvar sem þrautir þjaka,
þig ég heyri biðja:
Viltu veikan styðja,
vera hjá mér þar?

Já, þinn vil ég vera,
vígja þér mitt hjarta,
láta ljós þitt bjarta
leiða, blessa mig.
Frostenson – Sigurbjörn Einarsson

 

BÆNAVERS
Vertu Guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni. Hallgrímur Pétursson

 

Leiddu mína litlu hendi

ljúfi Jesús þér ég sendi

Bæn frá mínu brjósti sjáðu

blíði Jesús að mér gáðu.