Nú líður senn að fermingaferðinni í Vatnaskóg, en börn úr Linda- og Salaskóla fara núna á fimmtudaginn 26. september kl. 8 og koma heim aftur föstudaginn 27. september um kl. 14:30. Börn úr Hörðuvalla- og Vatnsendaskóla fara mánudaginn 30. september kl. 8 og koma heim aftur þriðjudaginn 1. október um kl. 14:30.
Ferðin kostar 8000 kr sem greiðist við brottför. Í reynd kostar ferðin rúmar 14.000 kr. en það sem út af stendur er greitt niður af Lindasókn og prófastsdæminu. Innifalið er fargjald, matur, gisting og að sjálfsögðu frábær dagskrá.
ATHUGIÐ FORELDRAR EÐA FORRÁÐAMENN ÞURFA AÐ BIÐJA SÉRSTAKLEGA UM LEYFI FRÁ SKÓLANUM VEGNA FERÐARINNAR
Fermingarnámskeið
í Vatnaskógi
Dagskráin og nokkrar mikilvægar upplýsingar um ferðina
Dagur 1
kl. 8-12 Mæting – Brottför
Móttaka í Vatnaskógi
Fræðslustundir I og II
kl. 12:00 Hádegisverður
Frjáls tími – dagskrá
Kl. 15:00 Síðdegiskaffi og frjáls tími
kl. 17:00 Fræðslustundir III og IV
kl. 18.30 Kvöldverður – Spjallstund
Frjáls tími – Íþróttahúsið hópleikir
kl. 21:30 Kvöldvaka
Kvöldhressing, kvöldstund f. svefninn
Háttatími og svefnró
Dagur 2
kl. 9:00 Vakið
kl. 9:30 Morgunverður
Frjáls tími frágangur
kl. 12:00 Hádegisverður
Helgistund í Hallgrímskirkju á Saurbæ
Heimkoma ca. Kl. 15:00
Ath.
Foreldrar/forráðamenn eru beðnir að geta þess á bréflega ef gæta þarf sérstaklega að líðan og heilsufari
fermingarbarns, fæðuóþol lyf og þ.h.
Ábendingar um nauðsynlegan fatnað:
Svefnpoki eða sæng, lak og koddi
Eitt sett af fötum til skiptanna (nærföt, sokkar, buxur, skyrta, peysa).
Hlý peysa vettlingar, trefill og húfa.
Vind- og vatnsheldur jakki eða úlpa., stígvél, hlýir sokkar og inniskór.
Íþróttafatnaður og inniíþróttaskór.
Tannbursti, tannkrem og handklæði.
Til viðbótar mega nemendur gjarnan taka með sér myndavélar og spil.
ATH ekki borgar sig að taka með hljómflutningstæki og önnur verðmæt tæki. Þau gætu skemmst og
Vatnaskógur tekur enga ábyrgð á því. Það sama gildir um GSM síma.
Orkudrykkir eru stranglega bannaðir.
Umgengnisreglur í Vatnaskógi
Allir eiga að njóta dvalarinnar
Við leggum okkur fram um að vera góðir félagar og sýnum tillitsemi í samskiptum.
Þeir sem vísvitandi reyna að eyðileggja dvölina fyrir öðrum eru sendir heim.
Allir taka þátt
Allir þátttakendur taka þátt í öllum dagskrárliðum námskeiðsins nema annað sé tekið fram.
Allir ganga vel um
Við göngum vel um húsnæði og eigur Vatnaskógar. Sá sem vísvitandi veldur tjóni þarf að bæta það.
Óheimilt er að fara inn og út um glugga.
Bátarnir
Bátar eru lánaðir ef veður leyfir og um þá gila reglur sem kynntar eru á staðnum.
Gullna reglan
“Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra” Matt 7:12