Fögnum lífi leiðtoga! 150 ár frá fæðingu Séra Friðriks Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga.
Í dag 25. maí eru 150 ár síðan sr. Friðrik Friðriksson, æskulýðsleiðtogi og brautryðjandi í starfi með ungmennum, fæddist að Hálsi í Svarfaðardal. Hann stofnaði félögin KFUM og KFUK og urðu Valur, Væringar (síðar Skátafélag Reykjavíkur), Haukar og allar fimm sumarbúðir KFUM og KFUK til út frá þeim. Karlakórinn Fóstbræður varð jafnframt til innan KFUM.
Í dag hafa tugþúsundir Íslendinga tekið þátt í starfi sem stendur í þakkarskuld við sr. Friðrik og af því tilefni hafa KFUM og KFUK, Valur, skátarnir, Haukar og Fóstbræður sameinast um að halda veglega viðburði í tengslum við afmælið, hátíðin nær hámarki í Lindakirkju í kvöld kl. 20:00.
En fram koma: Karlakórinn Fóstbræður, Jóhann Helgason ásamt Karlakór KFUM, Skátakórinn, Ljósbrot kvennakór KFUK, Hljómsveitin Sálmari, þá verður nýtt 14 mínútna myndband sr. Friðrik frumsýnt. Veglegar kaffiveitingar í umsjá Lárusar Loftssonar að samkomunni lokinni.
Með því að ýta hér má sjá slóð á viðburðinn á fésbók.
Með því að ýta hér má sjá slóð á viðburðinn á fésbók.
Verið hjartanlega velkomin!