Lindakirkja er að vinna að verkefni sem kallast náttúruleg safnaðaruppbygging. Búið er að gera safnaðarkönnun og vinnuhópur hittist þann 19. janúar og ræddi hinar góðu niðurstöður könnunarinnar en jafnframt hvað mætti gera betur í safnaðarstarfinu.
Dýrmætt er hins vegar að sem flestir viti af þessu verkefni og láti sig það varða.
Áfram verður fundað um þessi mál og næst:
Mánudaginn 19. febrúar kl. 20:00 í safnaðarheimili Lindakirkju. Þangað er allt áhugafólk um málefni safnaðarins innilega velkomið.
Fyrir hönd starfshóps um náttúrulega safnaðaruppbyggingu.
Vigfús Ingvar Ingvarsson