Þriðjudaginn 16 janúar kl. 13:00-14:00 og vikulega út apríl.
Gleðin kemur innan frá en við vitum líka að ytri aðstæður geta haft áhrif á líðan okkar og jafnvel rænt okkur gleðinni. Ef við áttum okkur á því að gleðina vantar eða ef við viljum auka hana í lífi okkar þá er það val sem við eigum, óháð því hverjar aðstæður okkar eru í dag.
Þessar stundir eru ein leið til þess.
Á þessum stundum ætlum við að rannsaka hvernig hlátur og skopskyn getur auðgað tilveru okkar og fyllt okkur lífsgleði.
Tímarnir byggja á stuttri fræðslu, guðsorði, látbragði, leik, hlátri, slökun og hugleiðslu.
Allir velkomnir.
Þórdís Sigurðardóttir markþjálfi og hláturþjálfi og sr. Dís Gylfadóttir