Karlakaffi er skemmtileg nýjung í starfi Lindakirkju þar sem körlum gefst tækifæri að koma og þiggja bakkelsi og kaffi, spjalla og njóta samfélags.
Næst munu fulltrúar frá Körlum í skúrum í Hafnarfirði koma í heimsókn og kynna okkur starfsemi sína. Karlar í skúrum er opið fyrir alla karlmenn og gefur þeim stað og stund til að hittast,
spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða. Þar skiptast þeir á þekkingu og gefa til samfélagsins í leiðinni.
Markmið verkefnisins er að skapa aðstæður þar sem heilsa og vellíðan karlmanna er í fyrirrúmi, þar sem þeir halda sér við líkamlega, andlega og félagslega.
Myndin er fengin af heimasíðu þeirra, karlariskurum.com.
Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.