Nú er komið að fyrstu fermingarhelgi í Lindakirkju þetta vorið og verða tvær fermingarathafnir á laugardaginn og ein á sunnudaginn.
En að öðru leyti verður helgin með venjubundnu sniði:
En að öðru leyti verður helgin með venjubundnu sniði:
Sunnudagaskólinn kl. 11.
Sunnudagaskólinn verður auðvitað á sínum stað kl. 11. Lifandi og skemmtileg stund sem hentar öllum fjölskyldumeðlimum. Sunnudagaskólaleiðtogar leiða stundina.
Guðsþjónusta kl. 20.
Að þessu sinni leiðir unglingagospelkór Lindakirkju tónlistina, undir stjórn Áslaugar Helgu djákna og Hjördísar Önnu kórstjóra, með Óskar Einarssyni á flyglinum.
Danni prestur þjónar fyrir altari.
Danni prestur þjónar fyrir altari.
Guðsþjónustunni verður streymt á Facebook-síðu og heimasíðu Lindakirkju.
Verið öll hjartanlega velkomin!
“Ég er hið lifandi brauð sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði mun lifa að eilífu. Og brauðið er líkami minn sem ég gef heiminum til lífs.“ Jóh. 6.51
