Helgihald sunnudagsins 23. mars
Sunnudagaskólinn kl. 11
Söngur, sögur, brúður og bænir. Sunnudagaskólinn er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Sunnudagaskólaleiðtogar leiða stundina.
Sunnudagaskólaleiðtogar leiða stundina.
Tónleikamessa kl. 20
Kór Lindakirkju heldur sannkallaða tónleikaveislu undir leiðsögn Óskars Einarssonar, í kvöldmessu kl. 20.
Tónleikaskráin verður ekki af verri endanum, en kórinn mun fylla kirkjuna af lífi og söng eins og honum einum er lagið.
Minna tal og meiri tónlist er motto messunnar.
Tónlistarstjóri er Óskar Einarsson og Danni prestur þjónar.
Tónleikaskráin verður ekki af verri endanum, en kórinn mun fylla kirkjuna af lífi og söng eins og honum einum er lagið.
Minna tal og meiri tónlist er motto messunnar.
Tónlistarstjóri er Óskar Einarsson og Danni prestur þjónar.
Aðgangur er ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin.
