Að venju er sunnudagaskóli kl. 11. Sunnudagaskólakennarar leiða stundina.
Guðsþjónusta kl. 20:00 – Fermingarbarnamessa
Hvetjum sérstaklega fermingarbörn og forráðafólk þeirra til að mæta.
Nokkur fermingarbörn fara með fermingarvers og Aldís María sigurvegari söngkeppni Salaskóla tekur lagið.
Gunnar Hrafn og Hreinn verða með hugleiðingu en þeir eru leiðtogar unglingastarfsins.
Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar syngur.
Séra Dís Gylfadóttir og Áslaug Helga djákni leiða stundina.
Öll velkomin