Karlakaffi miðvikudaginn 5. mars. kl. 10
Karlakaffi er skemmtileg nýjung í starfi Lindakirkju þar sem körlum gefst tækifæri að koma og þiggja vínarbrauð og kaffi, spjalla og njóta samfélags.
Við fáum til okkar þjóðþekktan einstakling sem gest næsta miðvikudag, en það er enginn annar en Víðir Reynisson. Víðir hefur komið víða við.
Hann er núverandi þingmaður fyrir Samfylkinguna en varð landsþekktur á Covid-tímanum þegar hann var hluti af ‘þríeykinu’ góða sem að hélt fólki upplýstu um stöðu mála á þeim tímum.
Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.