Næsti sunnudagur er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Þá fögnum við sérstaklega unga fólkinu í kirkjunni okkar.
Bangsablessun í sunnudagaskólanum kl. 11.
Í sunnudagaskólanum verður boðið upp á blessun fyrir bestu og krúttlegustu vini okkar. Verið velkomin með bangsa, tuskudýr, dúkkur og önnur leikföng.
Við hvetjum líka fullorðna fólkið til að koma með sína bangsa. Biblíusaga, bæn og skemmtilegu sunnudagaskólalögin verða auðvitað á sínum stað.
Við hvetjum líka fullorðna fólkið til að koma með sína bangsa. Biblíusaga, bæn og skemmtilegu sunnudagaskólalögin verða auðvitað á sínum stað.
Barna- og unglingagospelkór í æskulýðsguðsþjónustu kl. 20.
Að vana verður mikið fjör í guðsþjónustunni, en bæði Barnakór og Ungingagospelkór Lindakirkju stíga á svið.
Áslaug Helga djákni og Hjördís Anna kórstjórar leiða tónlistina með Óskari Einarssyni tónlistarstjóra.
Þá munu meðlimir úr kórunum lesta ritningarlestra og flytja bænir. Danni prestur þjónar fyrir altari.
Áslaug Helga djákni og Hjördís Anna kórstjórar leiða tónlistina með Óskari Einarssyni tónlistarstjóra.
Þá munu meðlimir úr kórunum lesta ritningarlestra og flytja bænir. Danni prestur þjónar fyrir altari.
Verið öll hjartanlega velkomin!
