Á sunnudaginn þjónar sr. Daníel Ágúst Gautason í fyrsta skipti í messu og sunnudagaskóla Lindakirkju
en hann hefur verið ráðinn til að leysa Sr. Guðmund Karl af í Lindakirkju fram til 1. ágúst næstkomandi.

Sunnudagaskólinn er kl. 11.00 og guðsþjónustan kl. 20.00.
Guðsþjónustan verður í beinu streymi og syngur Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar.
Við hvetjum fólk til að fjölmenna og bjóða sr. Daníel velkomin til starfa.