Hér kemur mynd af hópnum sem fór í vel heppna óvissuferð eldri borgara í gær. Við byrjuðum á leiðsögn um Hvalfjörð og heimsóttum svo Bjarteyjarsand þar sem vel var tekið á móti okkur með ljúffengri kjötsúpu. Við fengum að kíkja í fjárhúsið þar sem sauðburður var hafinn af fullum krafti. Því næst fórum við á Herminjasafnið hjá Gauja litla. Við enduðum svo í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Dásamlegt veður og góður félagsskapur.