Soroptimistaklúbbar um allan heim taka þátt í „Ákalli framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna um roðagylltan alheim“.
Átakið hefst 25. nóvember á degi Sameinuðu þjóðanna og lýkur 10. desember á Mannréttindadegi SÞ og varir í 16 daga.
Átakinu er ætlað að stuðla að útrýmingu á ofbeldi gegn konum með því að efla vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi
og rjúfa þögnina varðandi ofbeldi. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópska jafnréttisstofnunin (EIGE), Soroptimist International
og konur um víða veröld taka þátt í verkefninu til að draga athygli að þessum mannréttinda brotum.

https://www.soroptimist.is/