Kvikmyndaáhugakrakkar (7-11 ára) Fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í haust kl. 16:00 mun Lindakirkja bjóða kvikmyndaáhugakrökkum uppá bíóupplifun í kirkjunni.
Hópnum er ætlað að leiða saman börn 7-11 ára, sem hafa gaman að kvikmyndum og gefa þeim tækifæri til að horfa saman á mynd, þróa og dýpka áhuga sinn á kvikmyndum.
Vefur Karlottu, Charlottes Web verður sýnd í kvikmyndaáhugaklúbbnum í dag 2. nóvember.
Að sýningu lokinni munu Séra Guðni Már og Ásdís Káradóttir hjúkrunar og bókmenntafræðingur sem lokið hefur meistaranámi í ritlist, leiða hugvekju og slökun í tengslum við efni myndarinnar.
Dagsetningar haustins verða: 2. nóvember og 7. desember. Þátttaka er ókeypis.