Um er að ræða 50% prósent starfshlutfall með sveigjanlegum vinnutíma, unnið er bæði virka daga og um helgar eftir þörfum. Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt og annasamt.

Starfssvið:

  • Dagleg umsjón með kirkju og safnaðarheimili
  • Umsjón með búnaði
  • Þjónusta við helgihald
  • Aðstoð í sal við erfidrykkjur og annað.
  • Þrif á húsnæði
  • Önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við sóknarprest og rekstrarstjóra

Hæfniskröfur:

  • Þjónustulund, snyrtimennska og sveigjanleiki
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Þekking og áhugi á starfi og hlutverki kirkjunnar
  • Gott vald á íslensku í rituðu og mæltu máli

Starfið hentar öllum kynjum.

Rík áhersla er lögð á trúmennsku í starfi og metnað til þess að takast á við mismunandi verkefni.
Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2022 nk. Umsóknir sendist rafrænt á netfangið: lindakirkja@lindakirkja.is
Eða á Alfreð: https://alfred.is/starf/kirkjuvoerdur-1

Umsækjendur sendi inn ferilsskrá þar sem fram koma: persónulegar upplýsingar, menntun, starfsferill, meðmælendur og annað sem umsækjendur vilja að komi fram.
Athuga skal að leitast verður eftir samþykki umsækjenda til að afla sakavottorðs.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu kirkjunnar af rekstrarstjóra, sími 544 4477 virka daga á milli 10:00-14:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið lindakirkja@lindakirkja.is