Handavinnuhópurinn Vinavoðir í Lindakirkju lauk vetrarstarfinu með vorferð.
Fyrst var haldið til Þorlákshafnar í bakaríið Café Sól sem er í eigu Ásgeirs Kristjáns Guðmundssonar og Ástu Kristínar Ástráðsdóttur eiginkonu hans. En Ásgeir er einnig meðlimur í Kór Lindakirkju og sonur Bergþóru í Vinavoðum.
Boðið var upp á dýrindis súpu og brauð auk perutertu í eftirrétt.
Ásgeir sem einnig er trúbador tók lagið fyrir hópinn áður en haldið var af stað í handavinnubúðirnar á Selfossi.
Á sumrin breytast Vinavoðir í gönguhóp og er öllum velkomið að vera með í sumar og eins að bætast í hópinn í haust þegar við byrjum aftur á handavinnunni.