Samningsbundin stytting vinnuvikunnar, úr 40 tímum í 36 tíma, tók gildi hjá KGRP eins og mörgum öðrum fyrirtækjum í ársbyrjun 2021.
Frá og með föstudeginum 9. apríl munu starfsmenn KGRP ljúka vinnudegi kl. 12:00 á hádegi og verður það fyrirkomulag áfram á föstudögum.
Þetta fyrirkomulag hefur lítil sem engin áhrif á útfarartímana sem verða áfram kl. 11:00; 13:00 og 15:00 alla virka daga, einnig á föstudögum.
Það sem breytist á föstudögum er þetta:
- Ekki verður hægt að bóka útför í athafnarýmum hjá KGRP í Fossvogi.
- Ekki verður tekið á móti kistum til jarðsetningar á föstudögum.
Tekið verður á móti duftkerum til jarðsetningar til 11:30 á föstudagsmorgnum og athafnarými verða opin fyrir kistulagningarbænir til kl. 11:00.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 585 2700 og á slóðinni kirkjugardar.is/fostudagur.