Loksins, loksins!
Fyrsta hefðbundna messuhelgi vetrarins síðan 4. október á síðasta ári, en að sjálfsögðu fylgjum við sóttvarnarreglum í hvívetna. Við hlökkum mikið sunnudagaskólans sem hefst klukkan ellefu.Þar verður sungið, beðið, grínast og hlegið. Um kvöldið kl. 20 verður haldin guðsþjónusta. Félagar úr Kór Lindakirkju syngja af sinni alkunnu snilld undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl þjónar.
Allir velkomnir meðan sóttvarnarreglur leyfa.
Guðsþjónustunni verður streymt á heimasíðunni lindakirkja.is