Fimmtudaginn 24. september kl. 12 verður fyrsta samvera fyrir eldriborgara í Lindakirkju haldin þetta haustið. Dagskrá samveranna varð endaslepp, eins og margt fleira, í vor er leið og þó enn sé verið að glíma við kórónaveiruna horfum við bjartsýn fram á veginn og vonumst til að geta staðið við hálfsmánaðarlegar samverustundir með þeim takmörkunum sem yfirvöld setja hverju sinni.
Að venju hefst samvera kl. 12 á hádegi í Lindakirkju. Þar hefst dagskráin með stuttri helgistund en að henni lokinni munu þau Regína Ósk Óskarsdóttir og Óskar Einarsson flytja hálftímalanga tónleika. Eftir tónleikana verður boðið upp á hressingu, samlokur og kaffi. Gætt verður sótthvarnarreglna við framreiðsluna. Njótum samfélagsins hvert með öðru en virðum fjarlægðarmörkin. Allir velkomnir. Aðgangseyrir 1.000 kr.