Sunnudagaskólinn verður klukkan 11. Eftir að við signum okkur og biðjum saman morgunbæn syngjum við og fáum að heyra hvað Jesús segir um áhyggjur, fugla og blóm. Svo dönsum við með Tófu og höfum gaman. Að sjálfsögðu verður sérstök dagskrá fyrir 6 ára og eldri. Um kvöldið kl. 20 verður að venju guðsþjónusta. Kór Lindakirkju syngur, stjórnandi er Óskar Einarsson. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Í guðsþjónustunni verður stutt kynning á komandi 12 spora starfinu, sem hefur göngu sína í Lindakirkju 7. október.