KFUM og KFUK í Lindakirkju hefur lengi boðið uppá öflugt og fjölbreytt starf. Nú á þriðjudaginn var starfið í gang og verður boðið uppá pizzur og skemmtilega hópleiki á fyrsta fundi. Starfinu verður skipt með eftirfarandi hætti:
Leikjastarf KFUM og KFUK á þriðjudögum fyrir 4. -7. bekk.
Skiptist upp í drengja og stúlkna starf. KFUM fyrir drengi kl. 15:00 -16:00 og fyrir stelpur kl. 16:10 – 17:10. Í starfinu eru meðal annars skemmtilegir leikir, BINGÓ, spurningakeppni, bíó og popp, brjóstsykursgerð, hæfileikasýning og óvæntir gestir, svo fátt eitt sé nefnt. Farið er í tvær ferðir með leikjastarfinu, í Vatnaskóg, önnur að hausti og hin að vori. Starfið er börnunum að kostnaðarlausu fyrir utan ferðirnar sem greitt er fyrir.
Starfsfólk:
KFUM
Gunnar Hrafn Sveinsson, sr. Guðni Már Harðarson og Róbert Ingi Þorsteinsson.
KFUK
Andrea Rut Halldórsdóttir, Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir og Kristrún Lilja Gísladóttir.
Unglingastarfið
Lindakirkja mun nú í vetur tvískipta unglingastarfinu fyrir 8.-10. bekk. Einvalalið reyndra leiðtoga úr sumarbúðum KFUM og KFUK heldur utan um starfið sem fer fram á þriðjudagskvöldum.
8. bekkjarstarfið hefst kl. 18:00 og lýkur kl. 19:30. Húsið opnar 17:30.
9.-10. bekkjarstarfið hefst kl. 20:00 og lýkur kl. 21:30. Húsið opnar 19:30.
Dagskráin er alls ekki af verri endanum!
Gaga-bolti, spil, Mafía, hópleikir, Bingó, Gettu Best spurningakeppnin vinsæla og margt fleira, að ógleymdu ,,Halftime Show“ sem enginn vill láta framhjá sér fara! Þar að auki er farið í tvær ferðir í Vatnaskóg, önnur að hausti og hin að vori.
Starfsfólk
Forstöðumenn: Gunnar Hrafn Sveinsson og Hreinn Pálsson.
Leiðtogar: Ísak Jón Einarsson og Andrea Rut Halldórsdóttir.
Ungleiðtogi: Veigar Máni Sævarsson.
Fyrsti fundur í 9.-10. bekkjarstarfinu er þriðjudaginn 10. september.
Fyrsti fundur í 8. bekkjarstarfinu er þriðjudaginn 17. september.