Sunnudagurinn 25. ágúst verður, eins og allir aðrir sunnudagar, skemmtilegur hjá okkur í Lindakirkju. Um morguninn kl. 11 hefst sunnudagaskólinn. Við byrjum með bæn og söng eins og venjulega en svo fáum við frábæra gest til okkar. Að þessu sinni er það ekki Rebbi heldur sjálfur Einar Áskell, sem mörg börn á öllum aldri þekkja vel. Um er að ræða brúðuleiksýningu á vegum Brúðuheima. Um kvöldið kl. 20 verður messa í Lindakirkju. Kór kirkjunnar syngur og Óskar Einarsson stjórnar af sinni alkunnu snilld og leikur um leið á píanóið (hvernig fer maðurinn að þessu?) Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Allir velkomnir.