Kl. 11:00 Sunnudagaskólinn verður á sínum stað. Skemmtileg samverustund, tónlist, sögur ofl.
Kl. 20:00 Tónleikar með kór Lindakirkju.
Sérstakur gestur er Stefán Hilmarsson, aðrir einsöngvarar eru úr röðum kórfélaga.
Um stjórn kórs og hljómsveitar sér að vanda tónlistarstjóri kirkjunnar, Óskar Einarsson.
Hljómsveitina skipa auk Óskars á píanó þeir Páll Pálsson á bassa, Brynjólfur Snorrason á trommur
og Pétur Erlendsson á gítar. Hljóðblöndun er í höndum Hrannars Kristjánssonar.
Séra Guðmundur Karl Brynjarsson leiðir stundina
Þetta eru síðustu stóru tónleikar Kórs Lindakirkju fyrir sumarfrí svo ekki láta þig vanta.
Gospelperlur úr öllum áttum munu hljóma þetta kvöld.
Aðgangur ókeypis – Hlökkum til að sjá þig