Sunnudagurinn 7. október verður með aðeins öðru sniði en venjulega.
Sunnudagaskóli er á sínum stað kl. 11:00, líf og fjör að venju.
Kl. 14:00 verður guðsþjónusta þar sem Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. Bræðurnir Birkir og Markús úr Omótrack sjá um tónlistina.
Kl. 20:00 verður ekki hefðbundin kvöldguðsþjónusta vegna heiðurstónleika: Mahalia, Aretha og Sister Rosetta. Mögnuð dagskrá í tónum, tali og myndum sem heiðrar minningu þessara frábæru listamanna. Mahalia Jackson var kölluð drottning gospeltónlistarinnar, Aretha Franklin, sem er nýlátin, var nefnd drottning soultónlistarinnar og síðast en ekki síst systir Rosetta Tharpe. Þó hún sé er minnst þekkt þeirra þriggja hefur hún engu að síður verið kölluð guðmóðir rokksins.
Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar.
Hljómsveitina skipa: Brynhildur Oddsdóttir, Brynjólfur Snorrason, Óskar Einarsson, Páll E. Pálsson og Þórir Baldursson.
Einsöngvarar úr kórnum syngja.
Gestasöngkonur eru þær: Brynhildur Oddsdóttir, Regína Ósk Óskarsdóttir og Stefanía Svavarsdóttir.
Miðaverð er: 3900 kr.
Miðasala fer aðeins fram á: midi.is.
Viðburðinn má finna á facebook.
Kór Lindakirkju má fylgja á instagram.
Það eru allir hjartanlega velkomnir!