Lindakirkja býður uppá fjölbreytt starf fyrir börn í Linda, Sala, Kóra, Þinga og Hvarfahverfi.
Á mánudögum er KFUM og KFUK starf fyrir 4. bekk og eldri.
Kl: 15:00-16:00 fyrir drengi og kl: 16:10 -17:10 fyrir stúlkur.
Lögð er áhersla á að styrkja sjálfsmynd, fara í leiki sem auka félagsvirkni þar sem allir eru með.
Í lok hverrar samveru er söngur og stutt hugvekja úfrá einhverri dæmisögu Krists.
Það kostar ekkert að vera með fyrir börnin.
Þann 24. september verður auðvelt að kynna sér starfið, farið verður í leiki og boðið uppá pizzusneið og djús.
Á myndinni má sjá dagskránna fyrir drengjastarfið á haustönn, dagskráin hjá stúlkunum verður kynnt þegar þær hittast kl. 16:10.