Hláturslökun

Þriðjudaginn 18. september kl. 13:00 hefjast að nýju kemmtilegar og uppbyggilegar stundir þar sem mikið er hlegið en jafnframt slakað á. Ýmis fræðsla er veitt um áhrif hláturs á líkamlega og andlega heilsu. Þau eru meiri en mörgum er kunnugt. Þetta starf leiðir Þórdís Sigurðardóttir markþjálfi og hláturþjálfi en henni til aðstoðar er sr. Dís Gylfadóttir. Opnir tímar og allir velkomnir.