Alfa er 10 vikna námskeið um kristna trú. Fjallað er á einfaldan og þægilegan hátt um grundvallaratriði kristinnar trúar og boðskap Biblíunnar.
Með virkri þátttöku námskeiðsgesta er leitast við að svara mikilvægustu spurningum lífsins, spurningum sem allir spyrja sig einhvern tímann á lífsleiðinni en hafa kannski ekki náð að svara fyrir sitt leyti. Alfa styðst við bók Nicky Gumbel; Spurningar lífsins (e. Questions of Life). Umgjörð námskeiðsins er afslöppuð og þægileg og ekki eru lagðar kröfur á þátttakendur um viðhorf, skoðanir eða afstöðu.
Alfa námskeiðið er opið fyrir alla. Ekkert þátttökugjald er á Alfa, þ.e. fyrir námskeiðið sjálft og fyrirlestrana. En greitt er fyrir matinn hverju sinni og verður það auglýst nánar síðar. Námskeiðið fer fram á þriðjudagskvöldum og hefst á léttum kvöldverði kl. 18:00. Kennslan er í um 30 mínútur og tekur svo við litlir umræðuhópar til kl. 20:00. Í kjölfar námskeiðsins hefst lofgjörðar- og fyrirbænastund sem lýkur með kaffi og samfélagi eftir á.
Skráning og nánari upplýsingar sendist á netfangið: dis@lindakirkja.is.
Þú ert hjartanlega velkomin/n.