Óskar Einarsson, píanóleikari og kórstjóri heldur upp á 50 ára afmælið sitt með stæl og býður til Gospelveislu.
Fram koma Gospelkór Fíladelfíu og Kór Lindakirkju sem Óskar stjórnar ásamt stórri hljómsveit sem skipuð er okkar færustu hljóðfæraleikurum. Fjöldi einsöngvara kemur fram með kórunum og má þar nefna Eyþór Inga Gunnlaugsson, Pál Rósinkranz og Jóhönnu Guðrúnu.
Nokkur laganna sem flutt verða eru samin af Óskari sjálfum, önnur eru lög sem eru í uppáhaldi og hafa haft áhrif á feril hans.
Allur ágóði af tónleikunum rennur í hjálparstarf ABC og því slá menn tvær flugur í einu höggi, njóta stórkostlegra tónleika og styrkja frábært starf ABC barnahjálpar.
Tónleikarnir verða kl. 20:00 í Lindakirkju.
Miðaverð aðeins kr. 3.000