SKÍRDAGUR

20:00 Máltíð Drottins í kapellu Lindakirkju .
Einföld og notaleg stund þar sem síðustu kvöldmáltíðarinnar er minnst. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. Matthías Baldursson leikur einleik á saxófón og á píanó undir sálmasöng.

FÖSTUDAGURINN LANGI
20:00
 Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur flytur erindi um dauðann sem ber yfirskriftina: ,,Ég á mér draum“. Ritningarlestur og tónlist í höndum Hannesar Þ. Guðrúnarsonar gítarleikar milli atriða. Umsjón: Sr. Sveinn Alfreðsson

PÁSKADAGUR

8:00 Páskamessa.
Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar.
Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar.
Hátíðarmorgunverður að athöfn lokinni.
Öllum frjálst að leggja til mat á morgunverðarborðið.
11:00 Sunnudagaskóli í Lindakirkju.
Páskaeggjaleit fyrir börnin eftir sunnudagaskólann.

ANNAR Í PÁSKUM.

20:00 Kór Lindakirkju heldur tónleika til styrktar nýjum flygli við kirkjuna. Óskar Einarsson stýrir kórnum og leikur undir ásamt Friðriki Karlssyni gítar, Jóhanni Ásmundssyni bassa og Brynjólfi Snorrasyni trommur. Sérstakur gestur Ragnheiður Gröndal . Miðaverð 2000 krónur, miðasala við innganginn.